Áramótaþáttur Íþróttavikunnar vakti gríðarlega athygli en þar var árið gert upp hér innanlands og erlendis.
Sjónvarpsþátturinn Íþróttavikan, kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans VOD/Appi, er einnig aðgengileg á hlaðvarpsformi.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og fá þeir góða gesti til sín í hverri viku og ræða allt það helsta úr heimi íþrótta
Kristján Óli Sigurðsson, sparkspekingur var gestur áramótaþáttarins ásamt Herði Snævar Jónssyni ritstjóra 433.is.
Tæplega 140 þúsund spilanir voru á þáttinn og klippur úr þættinum sem birtust á milli jóla og nýárs.
Á undanförnum vikum hefur svo þátturinn farið í allar helstu hlaðvarpsveitur sem vakið hefur mikla lukku.