Everton skoðar þann möguleika að fá Jesse Lingard til liðs við sig. Talksport segir frá þessu.
Lingard hefur verið samningslaus síðan í sumar en þá rann samningur hans við Nottingham Forest út. Hafði hann verið eitt ár hjá félaginu en hann kom frá Manchester United á frjálsri sölu fyrir síðustu leiktíð.
Englendingurinn hefur síðan farið á reynslu hjá West Ham og Al-Ettifaq í Sádi-Arabíu en fékk ekki samning.
Everton, sem er í hörku fallbaráttu, skoðar nú að fá Lingard á stuttum samningi út leiktíðina.