Roberto de Zerbi, stjóri Brighton, er hissa á að Japan hafi valið vængmanninn öfluga Kaoru Mitoma í landsliðshópinn fyrir Asíumótið.
Mitoma er einn allra mikilvægasti leikmaður Brighton en hann er meiddur og verður frá í dágóðan tíma.
De Zerbi bjóst ekki við að Mitoma yrði valinn í landsliðshópinn en mótið hefst þann 12. janúar næstkomandi.
,,Já ég er ansi hissa því sjúkraþjálfarar mínir sögðu mér að Mitoma þyrfti 4-6 vikur til að jafna sig,“ sagði De Zerbi.
,,Það er erfitt að ímynda sér að hann geti spilað á Asíumótinu en ég er hans aðdáandi og ég verð stoltur ef hann tekur þátt.“