Eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni var að ljúka en spilað var á London Stadium, heimavelli West Ham.
Brighton kom þar í heimsókn í grannaslag í London og má segja að gestirnir hafi verið töluvert betri.
Brighton fékk góð færi til að komast yfir í viðureigninni en inn vildi boltinn ekki.
West Ham ógnaði marki Brighton lítið og tókst heldur ekki að skora og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Brighton heldur hreinu en liðið var að spila sinn 20. leik í vetur.
Brighton keep their first clean sheet of the season ⛔️ #WHUBHA pic.twitter.com/VrhmyKLscq
— Premier League (@premierleague) January 2, 2024