Það má búast við því að Sergio Reguilon muni yfirgefa Tottenham á ný í þessum mánuði eftir að hafa verið sendur til baka frá Manchester United, þar sem hann var á láni.
Vinstri bakvörðurinn var fenginn til United í september á láni frá Tottenham vegna meiðslavandræða Luke Shaw og Tyrell Malacia. Nú er sá fyrrnefndi hins vegar snúinn aftur og Malacia nálgast endurkomu.
Félagið sér því ekki lengur not fyrir Reguilon og hefur sent hann til baka.
Reguilon má fara í annað lið í janúar þar sem hann hefur aðeins spilað fyrir United á þessari leiktíð.
Hann mun líklega nýta sér það þar sem hann vill meiri spiltíma.
Dortmund í Þýskalandi hefur til að mynda áhuga á Reguilon.
🚨⚪️ Sergio Reguilón, expected to leave Spurs again during the January transfer window as he wants to play regularly.
Loan options being considered; there’s interest from Premier League clubs after Borussia Dortmund added him to their list in December. Race remains open. pic.twitter.com/HPm88YVLnV
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 2, 2024