Jadon Sancho, leikmaður Manchester United, er búinn að eyða aðgangi sínum á Instagram eftir að hafa verið mikið í fréttum undanfarið.
Sancho á í stríði við Erik ten Hag, stjóra United, eftir að Hollendingurinn skildi kappann eftir utan hóps og gagnrýndi hann opinberlega fyrir frammistöður á æfingum og annað.
Sancho svaraði fullum hálsi en eyddi svo færslunni.
Þrátt fyrir það hefur hann neitað að biðjast afsökunar þrátt fyrir að liðsfélagar hans hvetji hann til þess.
Til að minnka áreitið hefur Sancho sem fyrr segir nú ákveðið að eyða Instagram reikningi sínum.
🚨 BREAKING: Jadon Sancho has deactivated his Instagram account. pic.twitter.com/Vhd5SEe0Yc
— UtdXclusive (@UtdXclusive) September 26, 2023