Sean Dyche, stjóri Everton, hefur staðfest það að félagið ætli að ræða við Tottenham varðandi miðjumanninn Dele Alli.
Alli kom til Everton frá Tottenham í janúar 2022 og er með margar klásúlur í sínum samningi sem neyðir það fyrrnefnda í að borga upphæðir með tímanum.
Fjárhagsstaða Everton er afskaplega slæm þessa stundina og ætlar Kevin Thelwell, yfirmaður knattspyrnumála liðsins, að reyna að ná samkomulagi við Tottenham.
Alli hefur hingað til spilað 13 leiki fyrir Everton en ef hann spilar 20 leiki þarf félagið að borga Tottenham 10 milljónir punda.
Það er eitthvað sem þeir bláklæddu hafa ekki efni á þessa stundina og munu þess í stað reyna að ná samningum við Tottenham um lægri upphæð.
,,Dele er ekki tilbúinn að spila ennþá, þegar hann er tilbúinn þá er ég viss um að Kev ræði við Tottenham og spyrst fyrir um hvernig þetta gæti gengið upp fyrir báða aðila,“ sagði Dyche.
,,Það er enn smá í hann, hann er ekki að æfa með okkur en er í réttum höndum.“