fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Var með bjór í hönd þegar hann rakst óvænt á goðsögn – Hljóp á eftir honum

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 7. júní 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmaður West Ham sem staddur er í Prag fyrir úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld datt í lukkupottinn í gær þegar hann rakst á goðsögn í borginni.

West Ham mætir Fiorentina í úrslitaleik Sambandsdeildarinnar í kvöld. Leikið er í tékknesku höfuðborginni.

Stuðningsmenn beggja liða eru því mættir til Prag. Einn stuðningsmaður hitti Mark Noble í gær. Þar var fyrrum leikmaðurinn að skokka.

Aðdáandinn var með bjór í hönd en lét það ekki stöðva sig og skokkaði aðeins með Noble á meðan hann spjallaði við hann.

Noble starfar í dag sem yfirmaður íþróttamála hjá West Ham en hann er algjör goðsögn hjá félaginu eftir leikmannaferil sinn.

Kappinn lék allan ferilinn með West Ham og á að baki yfir 500 leiki fyrir félagið.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa

Líf fáklædda Íslandsvinarins tekið afar óvænta stefnu undanfarið og margir eru hissa
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“

Danskir miðlar tæta landsliðið í sig – „Svo fáránlegt að það er ekki hægt að koma því í orð“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins

Amorim vill sækja eitt mesta efni Portúgals – Gæti leyst stórt vandamál liðsins
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan

Þungt högg fyrir Arsenal þegar annasamar vikur eru framundan