fbpx
Fimmtudagur 28.september 2023
433Sport

Rashford vill ólmur vera áfram hjá United – Þetta er ástæða þess að viðræður hafa dregist á langinn

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 5. júní 2023 08:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Markmið Marcus Rashford er að vera áfram hjá Manchester United og skrifa undir nýjan samning.

Þetta herma heimildir enska blaðsins The Sun.

Hinn 25 ára gamli Rashford var stórkostlegur á leiktíðinni og skoraði 30 mörk fyrir United.

Englendingurinn verður hins vegar samningslaus næsta sumar og því verið orðaður við önnur félög.

Það er hins vegar útlit fyrir að Rashford verði áfram. Hann er hrifinn af því sem er í gangi hjá United undir stjórn Erik ten Hag. Liðið endurheimti Meistaradeildarsæti á þessari leiktíð, vann enska deildabikarinn og fór í úrslit bikarsins.

Samkvæmt nýjustu fréttum er vilji beggja aðila, Rashford og United, að gera nýjan langtímasamning.

Ástæðan fyrir því að viðræður hafa dregist á langinn er sú að Rashford lítur á það sem svo að hann sé að gera stærsta og mikilvægasta samning ferilsins. Því eru ekki öll smáatriði í höfn enn.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Guardiola kvartar sáran undan ferðalögum

Guardiola kvartar sáran undan ferðalögum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu ótrúleg tilþrif Trent á körfuboltavellinum – Viðbrögð liðsfélaga hans stóðu ekki á sér

Sjáðu ótrúleg tilþrif Trent á körfuboltavellinum – Viðbrögð liðsfélaga hans stóðu ekki á sér
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt vítaklúður sem vekur nú mikla athygli

Sjáðu ótrúlegt vítaklúður sem vekur nú mikla athygli
433Sport
Í gær

Eyðir öllu sem tengist félaginu eftir að vinnuveitendurnir birtu stórfurðulegt myndband þar sem stólpagrín var gert að honum

Eyðir öllu sem tengist félaginu eftir að vinnuveitendurnir birtu stórfurðulegt myndband þar sem stólpagrín var gert að honum