fbpx
Föstudagur 02.júní 2023
433Sport

Sá eini sem var nálægt því að kýla hann á ferlinum – ,,Nú vorkenni ég þér“

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. apríl 2023 10:22

Gary Neville og Roy Keane/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville og Ruud van Nistelrooy, fyrrum leikmenn Manchester United, ræddu málin í þættinum The Overlap sem er í umsjón þess fyrrnefnda.

Neville viðurkennir þar að Hollendingurinn hafi verið eini leikmaðurinn sem var nálægt því að kýla sig á ferlinum.

Leikmennirnir rifust heiftarlega eftir leik við Middlesbrough á útivelli sem endaði með því að Van Nistelrooy var nálægt því að ráðast á Englendinginn.

Svona gengu samræðurnar fyrir sig:

Neville: ,,Manstu eftir Middlesbrough leiknum á útivelli? Þú ert eini leikmaðurinn sem var nálægt því að kýla mig eftir lokaflautið.“

Van Nistelrooy: ,,Já, ég man eftir þessum leik, þú lést mig heyra það og það réttilega.“

Neville: ,,Hafði ég rétt fyrir mér?“

Van Nistelrooy: ,,Já, þú hafðir rétt fyrir þér. Ég gerði ekki mikið í þessum leik og þú varst ekki sáttur með mig.“

Neville: ,,Ég var með boltann í hægri bakverði og ég þurfti þessa… Hreyfingu frá þér.“

Van Nistelrooy: ,,Ég gerði það ekki því ég var með bólgu í stóru tánni. Hún var svo rauð og bólgin. Ég klæddist inniskóm á leiðinni í leikinn og fór svo í takkaskóna stuttu fyrir leik. Ég gat ekki hreyft mig.“

Neville: ,,Nú vorkenni ég þér!“

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Jón fór í jarðarför og missti aðeins af einni æfingu

Jón fór í jarðarför og missti aðeins af einni æfingu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ronaldo segir að Sádar gætu átt eina af bestu deildum heims en bendir á það sem þarf að laga til að það gerist

Ronaldo segir að Sádar gætu átt eina af bestu deildum heims en bendir á það sem þarf að laga til að það gerist
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Úrslitastund hjá Sveindísi og stöllum á morgun – Ræðir leikinn stóra í einkaviðtali í kvöld

Úrslitastund hjá Sveindísi og stöllum á morgun – Ræðir leikinn stóra í einkaviðtali í kvöld
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján varpar sprengju: Segir menn í Úlfarsárdal brjálaða yfir athæfi Jóns – „Sat pollslakur á Hótel Kea þegar menn voru að lenda“

Kristján varpar sprengju: Segir menn í Úlfarsárdal brjálaða yfir athæfi Jóns – „Sat pollslakur á Hótel Kea þegar menn voru að lenda“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim

Fleiri ömurleg myndbönd frá flugvellinum koma fram á sjónarsviðið: Fjölskyldan með í för þegar múgurinn réðist að dómaranum – Köstuðu stól í átt að þeim
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kristján skefur ekki af því – „Þegar þú færð launahækkun þá stendurðu þig í vinnunni, þú drullar ekki upp á bak“

Kristján skefur ekki af því – „Þegar þú færð launahækkun þá stendurðu þig í vinnunni, þú drullar ekki upp á bak“