fbpx
Mánudagur 20.mars 2023
433Sport

Köstuðu reykhylki að leikmanni Chelsea í stórleik gærdagsins

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykhylki var kastað í Ben Chilwell, leikmann Chelsea, gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær.

Um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða. Dortmund hafði unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli en Chelsea fór með 2-0 sigur af hólmi í gær og fer því áfram í 8-liða úrslit.

Raheem Sterling skoraði eina markið í fyrri hálfleik, enski sóknarmaðurinn byrjaði á að hitta ekki boltann en gafst ekki upp og skoraði laglegt mark.

Það var svo í lok fyrri hálfleiks sem Chilwell tók hornspyrnu og stuðningsmenn Dortmund fóru að kasta ýmsum hlutum í hann. Þar á meðal var reykhylki.

Chelsea fékk umdeilda vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn fór þá í hönd varnarmanns Dortmund en eftir ítarlega skoðun í VAR skjánum var vítaspyrna dæmd.

Kai Havertz steig á punktinn en vítaspyrna hans endaði í stönginni. Havertz fékk hins vegar að endurtaka spyrnuna þar sem varnarmenn Dortmund höfðu hlupið inn í teiginn. Havertz fór aftur á punktinn og var ískaldur og skoraði.

Þetta dugði Chelsea til þess að fara áfram og sigurinn gefur Graham Potter byr í seglin í starfi.

Dómarinn fjarlægir reykhylkið sem um ræðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Íslandsvinurinn Hamrén rekinn frá Álaborg

Íslandsvinurinn Hamrén rekinn frá Álaborg
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt

Athugulir netverjar tóku eftir mynd sem stjarna Manchester United eyddi – Birti myndina svo aftur og þá vantaði eitt
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Southgate útskýrir valið sem kom mörgum á óvart – Væri alltaf þarna ef hann væri heill

Southgate útskýrir valið sem kom mörgum á óvart – Væri alltaf þarna ef hann væri heill
433Sport
Í gær

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn

Haaland setti fyrsta heimsmetið aðeins fimm ára gamall – Ótrúlegt undrabarn
433Sport
Í gær

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku

Alfreð og Hákon komust á blað í Danmörku
433Sport
Í gær

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“

Potter: ,,Við höfum saknað hans mikið“