fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
433Sport

Köstuðu reykhylki að leikmanni Chelsea í stórleik gærdagsins

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 8. mars 2023 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykhylki var kastað í Ben Chilwell, leikmann Chelsea, gegn Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu í gær.

Um seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum var að ræða. Dortmund hafði unnið fyrri leikinn 1-0 á heimavelli en Chelsea fór með 2-0 sigur af hólmi í gær og fer því áfram í 8-liða úrslit.

Raheem Sterling skoraði eina markið í fyrri hálfleik, enski sóknarmaðurinn byrjaði á að hitta ekki boltann en gafst ekki upp og skoraði laglegt mark.

Það var svo í lok fyrri hálfleiks sem Chilwell tók hornspyrnu og stuðningsmenn Dortmund fóru að kasta ýmsum hlutum í hann. Þar á meðal var reykhylki.

Chelsea fékk umdeilda vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Boltinn fór þá í hönd varnarmanns Dortmund en eftir ítarlega skoðun í VAR skjánum var vítaspyrna dæmd.

Kai Havertz steig á punktinn en vítaspyrna hans endaði í stönginni. Havertz fékk hins vegar að endurtaka spyrnuna þar sem varnarmenn Dortmund höfðu hlupið inn í teiginn. Havertz fór aftur á punktinn og var ískaldur og skoraði.

Þetta dugði Chelsea til þess að fara áfram og sigurinn gefur Graham Potter byr í seglin í starfi.

Dómarinn fjarlægir reykhylkið sem um ræðir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton

England: Meistararnir í engum vandræðum með Brighton
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“

Málverk stjörnunnar vekur mikla athygli: Byrjaður að reyna fyrir sér sem listamaður – ,,Sá aðili hringdi aldrei í mig aftur“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni

KR fékk miðjumann úr sænsku úrvalsdeildinni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar

Starfið í töluverðri hættu eftir niðurlægingu vikunnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall

Fær óvænt tækifærið aðeins 34 ára gamall
433Sport
Í gær

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta

Knattspyrnusambandið íhugar að banna félögum alfarið að gera þetta
433Sport
Í gær

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United

Gengi hans á Ítalíu gæti haft áhrif á Manchester United