fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Undankeppni EM: Þrumuskot Pavard tryggði Frökkum sigur gegn Írlandi – Serbarnir höfðu betur í nágrannaslag kvöldsins

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 20:44

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átta leikir fóru fram í undankeppni EM 2024 í kvöld. Áhugaverðasti leikur kvöldsins var viðureign Íra og Frakka á Írlandi en þeim leik lauk með 1-0 sigri Frakka sem sitja einir á toppi B-riðils. Þá höfðu Serbar betur í grannaslag kvöldsins.

Það var mark þrumuskot Benjamin Pavard, sem fór í slánna og inn, sem tryggði Frökkum sigur gegn Írum í B-riðli í kvöld. Frakkarnir voru sterkari í leik kvöldsins og eru þeir með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar og hafa ekki fengið á sig mark.

Í hinum leik riðilsins vann Holland afar sannfærandi sigur á Gíbraltar. Memphis Depay og Nahan Aké (tvö mörk) skoruðu mörk Hollendinga í 3-0 sigri.

Frakkar sitja á toppi B-riðils. Grikkir geta jafnað þá að stigum með sigri í næsta leik sínum

E-riðill

Það urðu nokkuð óvænt tíðindi í Moldavíu þar sem að heimamönnum tókst að vinna sér inn stig gegn Tékklandi. Tékkarnir mun hærra skrifaðir á styrkleikalista FIFA og geta því nagað sig í handarbökin að hafa ekki nælt í stigin þrjú.

Í hinum leik kvöldsins í E-riðli unnu Pólverjar sigur á Albönum á heimavelli. Það var Karol Swiderski sem skoraði sigurmark heimamanna í leiknum.

Tékkarnir urðu af mikilvægum stigum í kvöld

F-riðill

Í Austurríki unnu heimamenn sigur 2-1 á Eislandi í kaflaskiptum leik. Snemma leiks fengu Austurríkismenn vítaspyrnu, Michael Gregoritsch steig á vítapunktinn en brást bogalistin því spyrna hans endaði í tréverkinu. Skömmu seinna dró til tíðinda því Rauno Sappinen kom Eistlandi yfir með marki eftir stoðsendingu frá Sergei Zenjov.

Heimamönnum tókst hins vegar að svara fyrir sig með tveimur mörkum fyrir leikslok frá Florian Kainz og Michael Gregoritsch sem kvittaði þar með fyrir vítaspyrnuklúður sitt. Fór svo að Austurríki sigldi heim stigunum þremur sem í boði voru.

Þá vann sænska landsliðið öruggann 5-0 sigur á Azerbaijan á heimavelli. Svíarnir gátu ekki treyst á Zlatan Ibrahimovic í leiknum, hann var frá vegna meiðsla, en það kom ekki að sök. Mörk frá Emil Forsberg, Viktor Gyökeres, Anthony Elanga og Jesper Karlsson, sem og sjálfsmark frá Bahlul Mustafazada sigldu sigrinum heim fyrir Svíþjóð.

G-riðill

Ungverjar unnu sannfærandi 3-0 sigur á Búlgörum á heimavelli. Þrjú mörk í fyrri hálfleik frá Bálint Vécsei, Dominik Szobozlai og Marin Adám sigldu sigrinum heim fyrir Ungverja.

Í hinum leik G-riðils var um sannkallaðan nágrannaslag að ræða þegar að Svartfellingar tóku á móti Serbum. Mörk leiksins komu undir lok hans, nánar tiltekið á 78. og 95.  mínútu og var þar að verki í bæði skiptin Dusan Vlahovic, framherji Serbíu.

Serbía er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir undankeppninnar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Ingi ráðinn til KSÍ
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni

Undirbúa það að funda með Lewandowski á næstunni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða

Arsenal að ráða mann sem hefur náð ótrúlegum árangri – Uppgötvaði Kvaratskhelia og fleiri góða
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar

Elvar rak upp stór augu er hann skoðaði aðstæður í Bakú – Gæti orðið óþægilegt fyrir Arnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar

Staðfestir að hann muni ekki tala við Trump ef hann treður sér aftur í sviðsljósið í sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“

Arnar Gunnlaugs í Bakú – „Við kærum kannski ef úrslitin verða okkur ekki hagstæð“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint

Gæti þurft að hætta eftir að hafa misst meðvitund og hjartavandamál var greint
433Sport
Í gær

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu

Yfirmaður dómaramála kveður upp stóra dóm yfir Van Dijk markinu
433Sport
Í gær

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað

Fyrrum leikmaður United lögsækir félagið – Telur vanrækslu hafa átt sér stað