fbpx
Mánudagur 29.maí 2023
433Sport

Sjáðu kostulegt myndband sem Hollywood eigendur Wrexham gáfu út í kjölfar tíðinda kvöldsins – Fannst Sir Alex ógna sér og skelltu því á hann

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 27. mars 2023 21:30

Mynd: Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í kvöld var greint frá því að velska knatt­spyrnu­liðið Wrex­ham, sem tekur þátt í ensku utan­deildinni, myndi mæta enska úr­vals­deildar­fé­laginu Manchester United í æfingar­leik í Banda­ríkjunum í sumar.

Wrex­ham er í eigu banda­rísku leikaranna Ryan Reynolds og Rob McEl­henn­ey og hefur skotist upp í hæstu hæðir eftir að leikararnir festu kaup á fé­laginu.

Reynolds og McEl­henn­ey nýttu sér sína hæfi­leika í leik­list í mynd­bandi sem var dreift á sam­fé­lags­miðlum í kvöld eftir til­kynninguna um leik Wrex­ham og Manchester United og fengu í lið með sér Sir Alex Fergu­son, fyrrum knatt­spyrnu­stjóra Manchester United og goð­sögn í sögu fé­lagsins.

Í mynd­bandinu hringja Reynolds og McEl­henn­ey mynd­sím­tal til Sir Alex en finnst hann ógna þeim helst til of mikið.

Mynd­bandið má sjá hér fyrir neðan:

Wrexham er án efa eitt heitasta lið Bretlandseyja um þessar mundir þrátt fyrir að leika í ensku utandeildinni. Um er að ræða sögufrægt lið sem var árið 2020 keypt af Ryan Reynolds og Rob McElhenney. Fjölmargir hafa fylgst með ævintýri Wrexham undanfarið í Disney+ þáttaröðinni Welcome to Wrexham.

Nú er svo komið að Wrexham er í góðum möguleika á að koma sér upp í ensku deildarkeppnina á nýjan leik með því að enda í einu af efstu sætum utandeildarinnar. Komist liðið upp úr utandeildinni mun þeirra bíða sæti í ensku D-deildinni.

Þann 25. júlí næstkomandi mun Wrexham taka á móti stjörnuprýddu liði Manchester Untied á Snapdragon leikvanginum í San Diego. Um er að ræða fyrsta leik Wrexham í Bandaríkjunum.

Ljóst er að Manchester United mun tefla fram ungum leikmönnum í viðureign liðanna, einhverjir þeirra munu koma úr akademíu félagsins.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag valinn til að veita De Gea verðlaunin – Sjáðu myndirnar

Ten Hag valinn til að veita De Gea verðlaunin – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta deildin: Fylkir lagði Eyjamenn eftir að hafa lent undir – Fimm töp í röð

Besta deildin: Fylkir lagði Eyjamenn eftir að hafa lent undir – Fimm töp í röð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Leeds og Leicester féllu – Aston Villa náði Evrópusætinu

Enska úrvalsdeildin: Leeds og Leicester féllu – Aston Villa náði Evrópusætinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrafnkell styður Óla Stefán heilshugar eftir harðorðan pistil – Telur að þetta verði niðurstaðan í málinu

Hrafnkell styður Óla Stefán heilshugar eftir harðorðan pistil – Telur að þetta verði niðurstaðan í málinu