fbpx
Föstudagur 09.júní 2023
433Sport

Er þetta eitt af stóru vandamálum Arnars? – „Einhver hefði þurft að spyrja; Af hverju ertu að losa Lars?“

433
Laugardaginn 25. mars 2023 09:00

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur alveg verið betra stuð í Íþróttaviku stúdíóinu en Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans hér á fróni, kom og fékk sér sæti ásamt Herði Snævari Jónssyni, íþróttafréttastjóra Torgs. Ástæðan fyrir stuðleysinu var tap Íslands gegn Bosníu en framundan er leikur gegn Liechtenstein á sunnudag.

Hörður Snævar fór yfir sviðið með landsliðsmönnunum og sagði það væri ekki að það sama að spila með Burnley, sem er yfirburðarlið í ensku Championship deildinni og vera kominn á miðjuna hjá íslenska landsliðinu í Austur Evrópu.

„Þegar við vorum að ná árangri voru okkar menn að spila í liðum sem þurftu að ná í úrslit. Aron Einar var í Cardiff, Jói Berg var í gamla Burnley og Kári í Rotherham. Gylfi var í Swansea og Everton og þeir þurftu að hafa fyrir sigrunum.

Þá vorum við með leikmenn sem þurftu að spila svolítið íslenskan fótbolta til að vinna og kunnu það. Núna erum við með leikmenn í verri liðum, miðað við þá, og í lélegri deildum en þeir eru samt aðalmennirnir í þeim liðum. Okkur vantar menn að spila á hærra getustigi þar sem er verið að hafa fyrir sigrunum.“

Tómas segir að hann vonist alltaf til að bláa treyjan skipti svo miklu máli að eitthvað gerist þegar leikmenn mæta í landsliðsverkefni „Það þarf að búa til þann kúltur og það hugarfar. En það má ekki gleyma og Arnar Þór mun ekki komast undan því að leikmenn og allt í kringum það er búið að skófla í burtu því það átti að byggja upp á nýtt. Það var hans val.“ Hann benti á að Íslenska landsliðið hafi verið með 60 prósent með boltann í leiknum.

Hörður greip boltann á lofti og sagði að Arnar hafi verið yfirmaður knattspyrnumála þegar hann var ráðinn landsliðsþjálfari og hafi því verið sinn eigin yfirmaður. „Hann hefði kannski þurft að hafa sterkan yfirmann því þáverandi formaður sem ræður hann lendir í sínum vandræðum og inn kemur formaður sem hefur enga þekkingu. Það hefði mögulega átt að stoppa Arnar í því að henda út öllu þessu starfsfólki. Hann var jú yfirmaður sjálfs síns.“

Tómas var sammála og sagði að einhver hefði þurft að spyrja spurninga um allar ákvarðanir Arnars Þórs. „Einhver hefði þurft að spyrja; Af hverju ertu að losa Lars? Og svarið væri kannski að þeir væru ekki að dansa í takt. En þarna hefði þurft að stíga inn og fá útskýringu af hverju Lars væri að fara. Ég vil fá útskýringu á af hverju þessi eða hinn sé að fara og stundum jafnvel sagt bara nei.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka

West Ham vill kaupa manninn sem skoraði bara marki minna en Bukayo Saka
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik

UEFA óttast það versta og biður fólk um að mæta níu klukkutímum fyrir leik
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo

Piers Morgan veður í Messi og ber þetta saman við Ronaldo
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar

Harry Kane fer fyrir nýrri auglýsingu Tottenham þrátt fyrir allar sögusagnirnar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra

Gylfi Þór á lista yfir 100 dýrustu í sögunni – Kostaði 7,4 milljarða en það er lítið miðað við marga aðra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af

Sjáðu David Moyes stíga trylltan dans í klefanum í nótt – Leikmenn West Ham höfðu gaman af