fbpx
Þriðjudagur 30.maí 2023
433Sport

Grunaður um hrottalega nauðgun en skrifar bréf úr fangelsinu – „Skil að þú hefur ekki staðist allan þrýstinginn“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 23. mars 2023 09:00

Alves og fyrrum kærasta hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daniel Alves hefur skrifað bréf úr fangelsinu sem spænskir miðlar hafa birt. Bréfið er stílað á Joana, fyrrum kærustu hans. Alves situr inni fyrir grun um nauðgun á skemmtistað í Barcelona undir lok síðasta árs.

„Ég ætla að sanna sakleysi mitt fyrir öllum heiminum,“ segir hann meðal annars.

Búið er að hafna beiðni Dani Alves og lögfræðinga hans um að kappinn verði laus gegn tryggingu á meðan rannsókn á máli hans stendur. Dómstóll telur hættu á að Alves muni reyna að flýja land.

Alves var handtekinn í Barcelona í byrjun árs, grunaður um kynferðisbrot á skemmtistað þann 30. desember. Bakvörðurinn hefur neitað sök síðan og sagt að hann hafi stundað kynlíf með meintum þolanda með samþykki þeirra beggja.

GettyImages

Fékk lögregla veður af málinu þegar konan gekk grátandi af baðherberginu þar sem Alves segist hafa sofið hjá henni en hún segir að Alves hafi nauðgað sér.

Ákveðið var að fangelsa Alves án möguleika á tryggingu en lögfræðingar hans áfrýjuðu. Beiðni þeirra hefur nú verið hafnað og mun Alves því sitja inni á meðan rannsókn stendur.

Í niðurstöðu dómstóls segir að ekki sé hægt að sleppa Alves gegn tryggingu af ótta við að hann reyni að komast til heimalandsins, Brasilíu. Hann sé fjársterkur maður og gæti því tekist það með einum eða öðrum hætti.

Brasilía framselur ekki eigin íbúa þó svo að þeir hafi fengið dóm í öðru landi. Þannig gengur fyrrum knattspyrnumaðurinn Robinho til að mynda laus þar í landi þrátt fyrir að hafa fengið níu ára dóm fyrir hópnauðgun á Ítalíu.

Verði Alves fundinn sekur gæti hann fengið allt að 15 ára dóm samkvæmt spænskum lögum.

Alves er 39 ára gamall og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain.

Alves varð elsti leikmaður til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar fyrir áramót.

Bréfið sem Daniel Alves skrifaði úr fangelsi:
Elsku Joana, þetta voru næstum því átta ár af mikilli ást og virðingu. Sérstaklega síðustu árin með þér virtist allt auðveldara og notalegra.

Þú og börnin mín, Dani Filho og Victoria, voruð það besta sem kom fyrir mig í lífi mínu. Við höfum stækkað saman frá þeim degi sem við hittumst, frá fyrstu mínútu sem við hófum líf saman.

Við fylgdum hvort öðru í öll þessi ár. Við gáfum hvor öðru styrk og hlúðum að hvort öðru.

Nú, á þessum erfiðu augnablikum sé ég eftir ákvörðun þinni og ég þrái lífið til að gefa okkur annað tækifæri til að elska þig aftur.

Ég skil sársaukann sem óréttláta ástandið sem við búum við veldur og ég skil að þú hefur ekki staðist allan þrýstinginn.

Þeir hlutir sem ég er sakaður um eru mér framandi og ég hafna. Ég held áfram að berjast eins og ég hef alltaf gert með stuðningi þeirra sem eru mér við hlið.

Ég ætla að sanna sakleysi mitt fyrir öllum heiminum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Viðar ræddi stöðuna í heimabænum – „Það sama hefur verið í gangi allt of lengi“

Viðar ræddi stöðuna í heimabænum – „Það sama hefur verið í gangi allt of lengi“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arnór Sig yfirgefur Norrköping í sumar

Arnór Sig yfirgefur Norrköping í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Enginn klikkað á jafn mörgum vítum á einu tímabili – Varði sitt fyrsta víti á heimavelli síðan 2014

Enginn klikkað á jafn mörgum vítum á einu tímabili – Varði sitt fyrsta víti á heimavelli síðan 2014
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu atvikið: Nokkuð augljóst að hann var að kveðja Arsenal í gær

Sjáðu atvikið: Nokkuð augljóst að hann var að kveðja Arsenal í gær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær að öllum líkindum sparkið en segist eiga skilið annað tækifæri – ,,Eitthvað sem enginn vill heyra“

Fær að öllum líkindum sparkið en segist eiga skilið annað tækifæri – ,,Eitthvað sem enginn vill heyra“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Spenntur fyrir endurkomu Alberts sem var frystur af Arnari Þór – Bendir á að Hareide þurfi þó að finna út úr einu

Spenntur fyrir endurkomu Alberts sem var frystur af Arnari Þór – Bendir á að Hareide þurfi þó að finna út úr einu
433Sport
Í gær

Mætti með gríðarlega áberandi skartgrip sem kostar yfir 170 milljónir króna – Eiginmaðurinn sá launahæsti í heimi

Mætti með gríðarlega áberandi skartgrip sem kostar yfir 170 milljónir króna – Eiginmaðurinn sá launahæsti í heimi
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um: Stjarna Ajax kýldi stuðningsmann – Lét rasísk ummæli falla um liðsfélaga hans

Sjáðu myndbandið sem allir eru að tala um: Stjarna Ajax kýldi stuðningsmann – Lét rasísk ummæli falla um liðsfélaga hans