fbpx
Þriðjudagur 30.maí 2023
433Sport

Varpa ljósi á þær kröfur sem Tottenham setur eigi að selja Kane

Aron Guðmundsson
Mánudaginn 20. mars 2023 14:30

(Mynd/Getty)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Totten­ham vill fá eina greiðslu sem nemur 100 milljónum punda frá því liði sem ætlar sér að kaupa fyrir­liða fé­lagsins, stjörnu­leik­manninn Harry Kane. Frá þessu greinir Daily Mail í dag.

Harry Kane hefur oft og mörgum sinnum verið orðaður við brott­för frá Totten­ham en alltaf hefur hann haldið tryggð við fé­lagið.

Manchester United hefur þar oftast verið nefnt sem mögu­legur á­fanga­staður Kane en for­ráða­menn Totten­ham vilja helst ekki selja fyrir­liða sinn til liða sem spila í sömu deild og Totten­ham.

Kane, sem er marka­hæsti leik­maðurinn í sögu Totten­ham með 271 mark, á rúmt ár eftir af samningi sínum við fé­lagið.

For­ráða­menn Totten­ham hafa ekki á­hyggjur af stöðu mála eins og er, þá eru ekki uppi á­hyggjur um það hvaða staða gæti komið upp ef Kane skrifar ekki undir nýjan samning við fé­lagið og heldur inn í síðasta ár sitt á nú­verandi samning.

Leik­menn sem eiga innan við 6 mánuði eftir af nú­verandi samningi sínum mega ræða við fé­lags­lið utan þess lands sem þeir spila í og á endanum fara á frjálsri sölu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Viðar ræddi stöðuna í heimabænum – „Það sama hefur verið í gangi allt of lengi“

Viðar ræddi stöðuna í heimabænum – „Það sama hefur verið í gangi allt of lengi“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Stoðsendingakóngar ensku úrvalsdeildarinnar – Einn öruggur á toppnum

Stoðsendingakóngar ensku úrvalsdeildarinnar – Einn öruggur á toppnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hafa aldrei átt jafn slæmt tímabil í efstu deild

Hafa aldrei átt jafn slæmt tímabil í efstu deild
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Arsenal neitaði beiðni Saka og samningurinn því styttri

Arsenal neitaði beiðni Saka og samningurinn því styttri
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Chelsea staðfestir komu Pochettino

Chelsea staðfestir komu Pochettino