fbpx
Þriðjudagur 28.mars 2023
433Sport

Enzo Fernandez sá sjötti dýrasti í sögunni

Helgi Sigurðsson
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 09:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Fernandez gekk í raðir Chelsea frá Benfica á tæpar 107 milljónir punda. Miðjumaðurinn skrifar undir átta og hálfs árs samning.

Skiptin áttu sér stað rétt áður en félagaskiptaglugganum var skellt í lás klukkan 23 í gærkvöldi.

Um dýrustu félagaskipti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er að ræða. Fyrir voru það skipti Jack Grealish frá Aston Villa til Manchester City á 100 milljónir punda sumarið 2021.

Fernandez er jafnframt orðinn sjötti dýrasti leikmaður sögunnar. Hann deilir því sæti með Antoine Griezmann, sem kostaði jafnmikið er hann fór frá Atletico Madrid til Barcelona árið 2019.

Fernandez fór á kostum með Benfica í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót og heillaði með argentíska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar.

Dýrustu leikmenn sögunnar

Neymar (Barcelona – Paris St-Germain) á 200 milljónir punda 2017
Kylian Mbappe (Monaco – Paris St-Germain) á 166 milljónir punda 2017
Philippe Coutinho (Liverpool – Barcelona) á 142 milljónir punda 2018
Ousmane Dembele (Borussia Dortmund – Barcelona) á 135 milljónir punda 2017
Joao Felix (Benfica – Atletico Madrid) 113 milljónir punda 2019
Antoine Griezmann (Atletico Madrid – Barcelona) á 107 milljónir punda 2019
Enzo Fernandez (Benfica – Chelsea) á 107 milljónir punda 2023

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda

Myndbandið vakti heimsathygli: Stjarnan lenti í ótrúlegum hremmingum er hún tók upp persónulega kveðju – Nú sér heimurinn eiginkonu hans fáklædda
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn

Húskerfi Þórsara með 13 rétta á laugardaginn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham

Samanburður á mönnunum tveimur sem eru líklegastir til að taka við Tottenham
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.

Fyrsti keppnisleikur Heimis með Jamaíka endaði með jafntefli – Sjáðu sturlað mark úr leiknum.
433Sport
Í gær

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“

Alfreð í góðum gír eftir stórsigurinn: ,,Aron skorar þrennu svo það er allt að gerast“
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“

Sjáðu myndbandið: Aron Einar mætti óvænt í viðtal Jóhanns Berg – „Flott hjá þessum hérna“