Erik ten Hag, stjóri Manhcester United, hefur bent á helsta vandamál liðsins í dag og segir að það séu meiðsli leikmanna.
United hefur þurft að glíma við mörg meiðsli leikmanna á tímabilinu sem og önnur félög í ensku úrvalsdeildinni.
Ten Hag lét þessi ummæli falla eftir tap gegn Nottingham Forest í gær en hans menn þurftu að sætta sig við 2-1 tap.
Leikmenn á borð við Antony Martial, Rasmus Hojlund, Lisandro Martinez, Casemiro og Mason Mount misstu af leik gærdagsins.
,,Meiðslin eru helsta vandamálið. Við glímum við önnur vandamál en meiðslin eru að skaða okkur,“ sagði Ten Hag.
,,Það munu margir leikmenn snúa aftur í janúar svo þá getum við staðið okkur betur. Við höfum notað níu mismunandi miðvarðarpör á tímabilinu.“
,,Ég veit að stuðningsmennirnir vilja ekki heyra þetta, þeir vilja sjá okkur vinna leiki og það er það sem við þurfum að gera.“