fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Sendir kaldar kveðjur í Laugardalinn eftir umræðuna undanfarið – „Að KSÍ sé í þessum farsa núna, drullist í gang“

433
Sunnudaginn 31. desember 2023 07:00

Frá höfuðstöðvum KSÍ / Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið. Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.

Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem og erlendis á árinu 2023.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

„Þetta eru mín uppáhaldsverðlaun til þessa. Það er vanræksla ársins og sigurinn hefur Laugardalsvöllur,“ sagði Helgi í þættinum.

„Ég hefði stoppað þig ef þú hefðir sagt eitthvað annað,“ skaut Kristján inn í léttur áður en Hörður tók til máls.

„Skömmin liggur fyrst og síðast hjá stjórnvöldum en að KSÍ sé fyrst núna að fara í gegnum eitthvað ferli um hvernig undirlagið á að vera, ha?“ sagði hann, en undanfarið hefur verið mikið rætt um hvernig undirlagið á Laugardalsvellinum eigi að vera. Hörður vildi sjá það gerast fyrr.

Kristján tók í sama streng.

„Þetta er bara steypa frá A-Ö. Af hverju er ekki bara einhverjum einkafyrirtækjum boðið að byggja svona völl? Sama hvort það er í Garðabæ, Kópavogi, Reykjavík eða jafnvel á Suðurnesjunum. Mér gæti ekki verið meira sama hvar þessi völlur er. Drullið honum bara í gang.

Við vorum að sjá íslenska kvennalandsliðið í Viborg. Það var snjór fyrir utan völlinn en grasið var fagurgrænt,“ sagði Kristján.

„Það verður hundrað prósent hybryd gras þarna en að KSÍ sé í þessum farsa núna, drullist í gang,“ sagði Hörður að lokum um málið.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool

Ekkert kemur í veg fyrir að hann endi hjá Liverpool
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu

Dramatík og glæsimörk í Akraneshöllinni – Sjáðu allt það helsta frá gærkvöldinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Flytur frá Manchester til Norwich

Flytur frá Manchester til Norwich
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára

Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn 2. deildarliði Kára
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“

Yfirgaf ólétta eiginkonu fyrir tvítuga konu – „Mig langar til þess að æla“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður líklegast áfram á Englandi

Verður líklegast áfram á Englandi
Hide picture