fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
433Sport

,,Ferill hans hjá Manchester United er búinn“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 31. desember 2023 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Casemiro, miðjumaður Manchester United, á enga framtíð fyrir sér hjá félaginu að sögn sérfræðingsins Richard Keys.

Keys hefur lengi starfað sem sérfræðingur í sjónvarpi bæði fyrir Sky Sports og er í dag hjá BeIN Sports.

Þar vinnur Keys með vini sínum Andy Gray en þeir ræddu framtíð Casemiro sem gekk í raðir United frá Real Madrid í fyrra.

Eftir gott fyrsta tímabil hefur frammistaðan ekki verið eins góð í vetur og þá að hluta til vegna meiðsla.

,,Nei, það eru engar líkur á því. Ferill hans hjá Manchester United er búinn,“ sagði Keys í beinni útsendingu.

Casemiro er enn aðeins 31 árs gamall en hann gerði garðinn frægan með Real Madrid frá 2013 til 2022.

Keys er á því máli að Casemiro verði seldur á næsta ári og að Erik ten Hag, stjóri liðsins, hafi ekki áhuga á að nota hann fyrir komandi verkefni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?

Ísland oft strítt Frökkum í gegnum tíðina en aldrei unnið – Fáum við kraftaverk á morgun?
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína

Bruno með mikla yfirburði – Skapar meira en nokkur annar fyrir samherja sína
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot

Fagnar komu Isak og ætlar að búa til vandamál fyrir Arne Slot
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan

Horfa aftur framhjá Giggs í heiðurshöllina – Erfið mál í einkalífinu sögð ástæðan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi

Búið að finna arftaka Ten Hag í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“

Markmiðið að þagga niður í 50 þúsund Frökkum – „Verðum ekki bara niðri, þá taparðu“