Cristiano Ronaldo og félagar í Al-Nassr munu fá 15 daga í frí í janúar eftir gríðarlega erfiðan janúarmánuð.
Þetta er ákvörðun þjálfara liðsins, Luis Castro, en Al-Nassr spilar sex leiki á 30 dögum í desmber sem verður að teljast ansi mikið.
Al-Nassr spilar í Sádi Arabíu og er í toppbaráttu og situr þessa stundina í öðru sæti deildarinnar.
Sadio Mane er einnig leikmaður liðsins en liðið mun spila við Al-Taawoun í dag en svo fá leikmenn frí.
Tímabilið er alls ekki búið hjá Al-Nassr en nú fá leikmenn tækifæri á að ná fyrri styrk og geta skellt sér í gott vetrarfrí.