Real Madrid er enn ákveðið í því að semja við stórstjörnuna Kylian Mbappe sem leikur með Paris Saint-Germain.
Mbappe má ræða við önnur félög þann 1. janúar en hann verður samningslaus næsta sumar og er líklega á förum.
Real hefur lengi verið á eftir Mbappe en mun heimta að fá svar frá leikmanninum um miðjan janúar en frá þessu greinir the Athletic.
Real vill ekki lenda í samkeppni í sumar og vill fá svar frá Mbappe í janúar hvort hann vilji ganga í raðir félagsins eða ekki.
Mbappe hefur aldrei farið leynt með það að hann sé aðdáandi Real og leit mikið upp til Zinedine Zidane á sínum yngri árum.
Ef Mbappe gefur Real ekki svar um miðjan janúar eru allar líkur á að spænska stórliðið leiti annað næsta sumar.