Roberto De Zerbi, stjóri Brighton, var ansi hissa þegar hann komst að úrslitunum í leik Arsenal og West Ham í gærkvöldi.
Arsenal tók á móti West Ham og tapaði ansi óvænt 0-2. Boltinn vildi ekki inn hjá Skyttunum þrátt fyrir margar tilraunir.
Þetta var þriðja tap Arsenal á leiktíðinni en á sama tíma vann Brighton 4-2 sigur á Tottenham.
Á blaðamannafundi eftir leik spurði De Zerbi fjölmiðlafulltrúann hvernig leikur Arsenal hefði farið.
Hann var vægast sagt hissa þegar honum var tjáð úrslit leiksins. Sjón er sögu ríkari.
Roberto De Zerbi’s reaction when he finds out West Ham beat Arsenal 2-0 😬#brighton #bhafc #dezerbi pic.twitter.com/fwBcX6Ljtx
— BeanymanSports (@BeanymanSports) December 29, 2023