Það ætlar ekkert að ganga upp hjá Chelsea þessa stundina þegar kemur að meiðslum leikmanna félagsins.
Romeo Lavia mætti til Chelsea í suamr frá Southampton og var búist við miklu af þessum öfluga miðjumanni.
Lavia meiddist fljótlega eftir undirskriftina í London en sneri til baka í 2-1 sigri á Crystal Palace í vikunni.
Lavia kom inná sem varamaður á 58. mínútu en endaði leikinn meiddur á læri og er óljóst hvenær hann snýr aftur.
Þessi efnilegi leikmaður kostaði 58 milljónir punda í sumar og er að upplifa ansi erfiða byrjun hjá sínu nýja félagi.