Bernardo Silva, leikmaður Manchester City, hefur nefnt ansi galinn hlut sem Pep Guardiola bað hann um að gera á síðasta tímabili.
Silva var beðinn um að svara erfiðri spurningu frá blaðamanni sem vildi fá að vita það klikkaðasta sem Guardiola hafi gert sem stjóri enska stórliðsins.
Silva var með svar um leið en hann þurfti að spila sem bakvörður í stórleik gegn Arsenal á síðustu leiktíð og mætti þar Bukayo Saka.
Portúgalinn er svo sannarlega enginn varnarmaður og þurfti að taka að sér nýtt hlutverk í gríðarlega mikilvægum leik.
,,Það klikkaðasta sem hann hefur gert var örugglega að spila mér í bakverði á Emirates gegn Bukayo Saka,“ sagði Bernardo.
,,Þetta var alls ekki auðvelt verkefni, pressan var mikil í þessum leik því við vorum að elta þá í toppbaráttunni og ef við hefðum tapað væri baráttan búin.“
,,Að taka þetta verkefni að mér gegn einum besta vængmanni heims, ég mun aldrei gleyma þessu. Ég elskaði þó áskorunina sem var gríðarlega erfið.“