Ítalska knattspyrnusambandið hefur meinað ítölskum félögum að taka þátt í Ofurdeildinni sem reynt hefur verið að setja á laggirnar.
Dómstóll í Evrópu úrskurðaði í síðustu viku að FIFA og UEFA hafi brotið lög og reglur um samkeppni þegar þeir brugðust við Ofurdeildinni árið 2021 og að samböndin mættu lagalega séð ekki koma í veg fyrir stofnun keppninnar.
Óttuðust því margir að aftur væru áform um að setja deildina á laggirnar en félögin hafa í kjölfarið keppst við að hafna þeirri hugmynd.
AC Milan, Inter og Juventus voru öll hluti af upprunanlegu Ofurdeildinni en ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti í morgun að ítölsk félög mættu aðeins taka þátt í keppnum á vegum þeirra, FIFA og UEFA.
Ella verður þeim hent úr keppnum á vegum ítalska knattspyrnusambandsins frá og með næstu leiktíð.