fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
433Sport

Vignir Már íhugar framboð til formanns KSÍ: Hefur mikla reynslu – „Ég tek ákvörðun fyrr en seinna“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vignir Már Þormóðsson, fyrrum stjórnarmaður hjá KSÍ og fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA skoðar nú framboð til formanns KSÍ. Þetta staðfestir hann í samtali við 433.is í dag.

Hann er í dag varaformaður aðalstjórnar hjá KA. Vignir hefur mikla reynslu úr hreyfingunni en hann var í stjórn KSÍ frá árinu 2007 til ársins 2019 þegar hann ákvað að stíga til hliðar.

„Það hefur verið potað í mig, ég er bara búinn að vera að skoða þetta. Ég tek ákvörðun fyrr en seinna,“ segir Vignir í spjalli við 433.is.

Vignir var sæmdur gullmerki ÍSÍ árið 2019 þegar hann hætti í stjórn KSÍ en hann var meðal annars formaður mótanefndar til margra ára.

Samkvæmt heimildum 433.is er hið minnsta einn fyrrum stjórnarmaður sem myndi bjóða sig fram til stjórnar ef Vignir færi fram, sá aðili hætti í stjórn sambandsins í ársbyrjun árið 2022.

Vignir var vel liðinn í starfi sínu sem stjórnarmaður KSÍ enda var hann ítrekað endurkjörin, hann skoðar nú hvort hann eigi möguleika á því að ná kjöri sem formaður.

Vanda Sigurgeirsdóttir, núverandi formaður KSÍ, ætlar að hætta í febrúar þegar ársþing sambandsins fer fram. Guðni Bergsson, fyrrum formaður sambandsins hefur staðfest framboð en það gerði hann í lok nóvember.

Vignir er nú að skoða sín mál en Þorvaldur Örlygsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu hefur hringt mikið af símtölum og skoðað hvort hann eigi að taka slaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag

500 manns fengu óvæntan glaðning eftir langt ferðalag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tuchel ætlar ekki að breyta til

Tuchel ætlar ekki að breyta til
433Sport
Í gær

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“

Fernandes kemur sínum manni til varnar eftir tvö slæm mistök – ,,Höfum bullandi trú“
433Sport
Í gær

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig

Landsliðsmaðurinn viðurkennir að val Arnars Þórs hafi verið „algjört sjokk“ fyrir sig