fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Þetta sagði Ronaldo fyrir sögufræga kvöldið á Íslandi

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 10:21

Vanda Sigurgeirsdóttir heiðraði Ronaldo fyrir 200. landsleik sinn á Laugardalsvelli í sumar. Mynd/ Kristinn Svanur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo á enn þó nokkur ár eftir í boltanum ef marka má orð Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Portúgal.

Hinn 38 ára gamli Ronaldo er enn í fullu fjöri með Al-Nassr og portúgalska landsliðinu. Hann spilaði sinn 200. landsleik á ferlinum gegn Íslandi í sumar og eru þeir orðnir 205 talsins.

„Þegar ég tók við var hann nálægt 200 landsleikjum, eitthvað sem engum hafði tekist áður,“ sagði Martinez í viðtali við Freddie Ljungberg á dögunum.

„Ég spurði hann hvort 200 landsleikir væru eitthvað sem heillaði hann en hann sagði að 250 landsleikir gerðu það,“ bætti hann við.

Ljóst er að þó Ronaldo myndi spila alla leiki til og með HM 2026 yrði það ekki nóg til að ná 250 leikjum og þyrfti kappinn því að vera að aðeins lengur en það.

Ronaldo hefur þó áður lýst yfir áhuga á að vera hjá Al-Nassr til 2027 og verði hann í landsliðinu allan þann tíma gæti hann náð þessum fjölda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona