Sir Jim Ratcliffe, nýr hluthafi í Manchester United, má ekki gagnrýna meirihlutaeigendur félagsins, Glazer fjölskylduna. Times segir frá þessu.
United opinberaði á aðfangadag að Ratcliffe væri að eignast 25% hlut í félaginu en yfirvöld ensku úrvalsdeildarinnar eiga aðeins eftir að samþykkja það.
Ratcliffe mun taka yfir fótboltahlið félagsins en Glazer fjölskyldan verður áfram við stjórnvölinn hjá félaginu.
Í 241 blaðsíðna samningi á milli eigendanna kemur fram að þeir megi ekki gagnrýna hvorn annan opinberlega.
Glazer fjölskyldan er afar óvinsæl á meðal stuðnignsmanna United en Ratcliffe má ekki taka undir gagnrýni þeirra, opinberlega hið minnsta.