Andre Onana, markvörður Manchester United, er í landsliðshópi Kamerún fyrir Afríkukeppnina í byrjun næsta árs.
Það er því ljóst að United verður án hans í nokkrar vikur en þarf liðið nú að treysta á varamarkvörð sinn.
Sá er Altay Bayindir en hann á enn eftir að koma við sögu með United frá komu sinni í sumar.
Afríkukeppnin hefst 13. janúar og er úrslitaleikur keppninnar spilaður 11. febrúar.
Nokkrar stjörnur úr ensku úrvalsdeildinni fara á mótið og má þar nefna Mohamed Salah, lykilmann Liverpool.
🔴🇨🇲 André Onana has been selected to represent Cameroon at AFCON, as expected.
The tournament starts on 13th January with the final on 11th February.
🇹🇷 Man United trust Bayindir as backup goalkeeper. pic.twitter.com/rD9jGhcVaQ
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 28, 2023