Manchester United er sagt leiða kapphlaupið um Joshua Zirkzee, sóknarmann Bologna. Þetta kemur fram í ítölskum fjölmiðlum.
Zirkee, sem er 22 ára gamall, hefur verið frábær fyrir Bologna undanfarið en hann er kominn með sjö mörk og tvær stoðsendingar í Serie A.
Hollendingurinn gekk í raðir Bologna frá Bayern Munchen fyrir síðustu leiktíð og hefur hann einnig verið orðaður aftur þangað.
Bayern er nefnilega með kaupmöguleika upp á 40 milljónir punda, vilji félagið fá Zirkzee á ný.
Önnur félög þurfa einfaldlega að bjóða í Zirkzee sem er eftirsóttur.
United leitar að meiri ógn í sóknarlínuna en Rasmus Hojlund hefur átt erfitt uppdráttar í markaskorun frá komu sinni í sumar.