Manchester United hefur augastað á Youssouf Fofana, miðjumanni Monaco. Ítalski blaðamaðurinn Rudy Galletti heldur þessu fram.
Erik ten Hag vill styrkja miðsvæði sitt í janúar og gæti Fofana þá reynst góð lausn.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Fofana hefur verið orðaður við United en félagið hefur enn augastað á honum.
Hann hefur verið á mála hjá Monaco síðan 2020 en samningur hans rennur út eftir næstu leiktíð.
Talið er að hann kosti um 30 milljónir evra.
Fofana er franskur og á að baki 15 A-landsleiki.
🚨👀 #ManUTD are still monitoring with interest Youssouf #Fofana and are ready to take concrete steps for him soon.
📌 #ASMonaco ask for ~€30m to evaluate proposals for the 🇫🇷 CM, whose contract expires in 2025. 🐓⚽#Transfers #MUFC pic.twitter.com/2uJrRAkqwP
— Rudy Galetti (@RudyGaletti) December 28, 2023