Alejandro Garnacho átti frábæran leik fyrir lið Manchester United sem mætti Aston Villa á þriðjudag.
Garnacho skoraði tvennu gegn Villa og jafnaði metin í 2-2 með þeim mörkum áður en Rasmus Hojlund tryggði sigur.
Emiliano Martinez er markmaður Villa en hann og Garnacho eru landar og spila með argentínska landsliðinu.
Martinez hjálpaði landa sínum undir lok leiks en Garnacho hafði fengið krampa og þurfti á aðstoð að halda.
Garnacho var þakklátur landa sínum og sendi honum kveðju á Instagram eftir sigurinn.