Manchester United hefur fengið ansi góðar fréttir en miðjumaðurinn Mason Mount er byrjaður að æfa með félaginu á ný.
Mount kom til United í sumar frá Chelsea en hefur þó ekki heillað alla hingað til með frammistöðu sinni á vellinum.
Mount hefur þó sannað sig sem öflugur leikmaður í úrvalsdeildinni og er þá hluti af enska landsliðinu.
Englendingurinn hefur ekki spilað með United síðan í byrjun nóvember vegna meiðsla en nú styttist í hans endurkomu.
Hvenær Mount snýr aftur er óljóst en hann verður líklega ekki með liðinu gegn Nottingham Forest um helgina.