Áhugi Barcelona á Mason Greenwood eykst en ekki eru allir stuðningsmenn liðsins hrifnir af því.
Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur heillað þar. Er hann kominn með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum. Hefur Englendingurinn ungi um leið vakið athygli stærri félaga á Spáni.
Barcelona og Real Madrid eru þar á meðal en United ætlar ekki að spila honum aftur og vill því selja hann næsta sumar.
Samkvæmt spænska blaðamanninum Adrian Sanchez hefur áhugi Börsunga á Greenwood aukist. Einhverjir stuðningsmenn liðsins eru pirraðir vegna þess.
„Ég mun hætta að styðja liðið,“ skrifuðu nokkrir netverjar á samfélagsmiðla og enskir miðlar vekja athygli á.
Í byrjun þessa árs voru mál gegn Greenwood látin niður falla en hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.