fbpx
Föstudagur 11.júlí 2025
433Sport

Áhuginn á Greenwood eykst og stuðningsmenn hóta því að hætta að styðja liðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 08:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi Barcelona á Mason Greenwood eykst en ekki eru allir stuðningsmenn liðsins hrifnir af því.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur heillað þar. Er hann kominn með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum. Hefur Englendingurinn ungi um leið vakið athygli stærri félaga á Spáni.

Barcelona og Real Madrid eru þar á meðal en United ætlar ekki að spila honum aftur og vill því selja hann næsta sumar.

Samkvæmt spænska blaðamanninum Adrian Sanchez hefur áhugi Börsunga á Greenwood aukist. Einhverjir stuðningsmenn liðsins eru pirraðir vegna þess.

„Ég mun hætta að styðja liðið,“ skrifuðu nokkrir netverjar á samfélagsmiðla og enskir miðlar vekja athygli á.

Í byrjun þessa árs voru mál gegn Greenwood látin niður falla en hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári