fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Áhuginn á Greenwood eykst og stuðningsmenn hóta því að hætta að styðja liðið

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 28. desember 2023 08:51

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhugi Barcelona á Mason Greenwood eykst en ekki eru allir stuðningsmenn liðsins hrifnir af því.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United og hefur heillað þar. Er hann kominn með fimm mörk og fjórar stoðsendingar í fimmtán leikjum. Hefur Englendingurinn ungi um leið vakið athygli stærri félaga á Spáni.

Barcelona og Real Madrid eru þar á meðal en United ætlar ekki að spila honum aftur og vill því selja hann næsta sumar.

Samkvæmt spænska blaðamanninum Adrian Sanchez hefur áhugi Börsunga á Greenwood aukist. Einhverjir stuðningsmenn liðsins eru pirraðir vegna þess.

„Ég mun hætta að styðja liðið,“ skrifuðu nokkrir netverjar á samfélagsmiðla og enskir miðlar vekja athygli á.

Í byrjun þessa árs voru mál gegn Greenwood látin niður falla en hann var sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni – og nú barnsmóður – Harriet Robson. Málið var látið niður falla í kjölfar þess að lykilvitni dró sig til hlés.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Fyrir 2 dögum

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“

Reynsluboltinn lofsyngur Arnar – „Opinn og heiðarlegur maður“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum

Hrósar Íslandi og hefur áhyggjur af sínum mönnum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði