Forráðamenn sádiarabísku deildarinnar ætla sér að taka upp nýjar reglur er varðar útlendinga í liðum deildarinnar. Telegraph segir frá.
Eins og flestir vita hafa Sádar sankað að sér stjórstjörnum á þessu ári.
Sem stendur mega félögin í deildinni hafa átta erlenda leikmenn í sínum hópum en reglubreytingin gæti þýtt að enn fleiri stjörnur úr Evrópuboltanum verði fengnar í deildina.
Fleiri breytingar eru væntanlegar í sádiarabísku deildinni en frá og með tímabilinu 2025-2026 mega aðeins 25 leikmenn í hverjum leikmannahóp vera 21 árs og eldri. Tíu þurfa að vera yngri frá og með þeim tíma. Er þetta gert þar sem Sádar vilja fara að leggja áherslu á yngri leikmenn og þeirra þróun.