Faðir miðjumannsins Weston McKennie hefur skotið föstum skotum að stuðningsmönnum Leeds sem hafa gagnrýnt leikmanninn verulega undanfarna mánuði.
McKennie var lánaður til Leeds á á síðustu leiktíð frá Juventus en stóð sig ekki vel er liðið féll úr efstu deild.
Stuðningsmenn Leeds voru gríðarlega óánægðir með frammistöðu McKennie og ásaka hann reglulega um að vera of feitur.
McKennie fékk tækifæri hjá Juventus á ný á þessu tímabili og hefur heillað nokkuð hingað til.
,,Jafnvel á hans versta degi þá er Wes í betra standi en þeir sem segja að hann sé of feitur,“ sagði John McKennie, faðir miðjumannsins.
,,Þið getið aðeins óskað eftir því að vera í sama standi. Það er kominn tími á að gleyma þessari dramatík í Leeds og halda áfram með lífið.“
,,Ég er stoltur af því að hann sé ekki að fylgjast með þessum neikvæðu ummælum.“