Netverjar ráku upp stór augu, en þó aðeins í augnablik, er þeir sáu mynd sem knattspyrnumaðurinn Lautaro Martinez og eiginkona hans Agus Gandolfo birtu á aðfangadagskvöld.
Martinez er leikmaður Inter á Ítalíu en mörgum netverjum fannst Gandolfo heldur líkjast Antonellu Roccuzzo á myndinni þeim þau birtu.
Roccuzzo er eiginkona Lionel Messi og fólk var því furðu lostið.
Það er óhætt að segja að Gandolfo sé nokkuð lík Roccuzzo á myndinni og því ekki skrýtið að einhverjir hafi orðið hissa. Til samanburðar má sjá mynd af Messi og Roccuzzo hér neðar.
Messi er auðvitað einn fremsti, ekki ekki sá fremsti, knattspyrnumaður sögunnar. Hann spilar í dag með Inter Miami í Bandaríkjunum.