Victoria Beckham birti skemmtilegt myndband á Instagram síðu sinni á dögunum sem hefur vakið töluverða athygli.
Þar var eiginmaður hennar, knattspyrnugoðsögnin David Beckham, greinilega á bak við myndavélina og sýndi hann meðal annars frá sósugerð sinni áður en hann sneri myndavélinni að Victoriu.
Þar var hún að binda hnút á ruslapola og undirbúa sig undir að fara út með það.
„Ég er að fara út með ruslið. Ég þori að veðja að Jennifer Lopez gerir þetta ekki,“ sagði hún.
„En þú ert ekki Jennifer Lopez,“ svaraði David þá í léttum tón áður en Victoria svaraði á ný.
„En hún fer ekki út með ruslið er það?“
Victoria taggaði Lopez þá og spurði: „Þarft þú að fara út með ruslið?“
Myndband af þessum skemmtilegu samskiptum hjónanna má sjá hér að neðan.
🤣🤣 so @JLo ? pic.twitter.com/hhkRmqd0sn
— corazza (@jenandbenslove) December 24, 2023