Steven Taylor fyrrum varnarmaður Newcastle United var til umfjöllunar í enskum blöðum nýlega er rifjað var upp gróft framhjáhald.
Taylor hefur lagt skóna á hilluna í dag en um tíma átti hann þrjár kærustur á sama tíma, hann hafði lengi vel átt tvær í einu en þegar sú þriðja kom í spilið, þá fór allt að fréttast.
Taylor var með þeim Diana Adomaitis, Katy Coffey og einni ónefndri konu öllum á sama tíma. Þeir fara ekki fögrum orðum um hann í dag.
,,Ég trúi þessu ekki, hann sagði mér að hann vildi giftast mér og að við myndum eyða lífinu saman,“ sagði Katy Coffey um málið.
,,Við fórum í frí saman í tvisvar til Tenerife og hann vildi að ég myndi hitta fjölskyldu sína, hann fór mjög illa með mig. Það er eitthvað að honum, svona kemur fólk ekki fram við aðrar manneskjur.“
,,Hann heldur að hann geti komið fram við fólk eins og skít, af því að hann er knattspyrnumaður.“
Katy greinir frá því að hann hafi kallað þær allar sama dýra nafninu. ,, Að nota sama nafnið á okkur allar, eftir dýrum, það er sjúkt.“