Lið Al-Nassr í Sádi Arabíu gerir sér vonir um meistaratitilinn á þessu tímabili og vann mikilvægan sigur í dag.
Um var að ræða leik gegn Al-Ittihad en spilað var á útivelli þar sem Al-Nassr vann góðan 5-2 sigur.
Stórstjörnur komust á blað fyrir Al-Nassr en bæði Cristiano Ronaldo og Sadio Mane gerðu tvennu.
Ronaldo gerði bæði mörk sín af vítapunktinum en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 19 mörk.
Al-Nassr er sjö stigum frá toppliði Al-Hilal sem hefur enn ekki tapað leik í fyrstu 18 umferðunum.