Martröð Roberto Firmino hjá Al-Ahli í Sádi Arabíu gæti nú verið á enda samkvæmt enska miðlinum Mirror.
Firmino kom aðeins til Al-Ahli fyrir sex mánuðum en hann gerði garðinn frægan með Liverpool fyrir það.
Firmino hefur alls ekki heillað hjá sínu nýja félagi og er með þrjú mörk í 17 leikjum hingað til.
Nú hefur Brasilíumaðurinn misst sæti sitt í liðinu og hefur ekki byrjað einn leik síðan í október.
Steven Gerrard, stjóri Al-Ettifaq, ku hafa áhuga á að fá Firmino til sín en hann er fyrrum fyrirliði Liverpool þar sem Firmino lék í mörg ár.
Þá spila Jordan Henderson og Gini Wijnaldum fyrir Al-Ettifaq en þeir léku einnig með Firmino hjá Liverpool á sínum tíma.