Harry Kane er loksins búinn að flytja út af Vier Jahreszeiten Kempinski hótelinu þar sem hann hefur búið í marga mánuði.
Kane spilar í dag fyrir Bayern Munchen en hann gekk í raðir félagsins frá Tottenham í sumarglugganum.
Fjölskylda Kane hefur hingað til búið áfram í London en framherjinn er loks búinn að festa kaup á heimili í Þýskalandi.
Hann var kvaddur á almennilegan hátt af starfsfólki hótelsins en hann kynntist nýjum vinum á tíma sínum þar.
Kane borgaði 10 þúsund pund fyrir hverja einustu nótt á þessu glæsilega hóteli en getur nú loksins flutt inn með fjölskyldunni.
Hér má sjá þegar Kane var kvaddur.