fbpx
Laugardagur 06.september 2025
433Sport

Grét fyrir framan eiginkonuna og vildi komast burt: Fékk kaldar kveðjur frá nýjum stjóra – ,,Vissi ekki hvar ég spilaði á vellinum“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. desember 2023 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hirving Lozano hefur tjáð sig um erfiða tíma hjá Napoli en hann ákvað að yfirgefa félagið fyrr á þessu ári.

Lozano stóð sig ágætlega með Napoli um tíma en allt fór úrskeiðis eftir að Gennaro Gattuso tók við sem stjóri liðsins.

Gattuso hafði í raun ekki hugmynd um hver Lozano væri og fékk Mexíkóinn afskaplega takmarkað að spila á einum tímapunkti.

Lozano spilaði samtals 155 leiki fyrir Napoli og skoraði 30 mörk en hann hélt aftur til Hollands og samdi við PSV í sumar.

Lozano var ekki hrifinn af því að starfa undir Gattuso sem entist þó ekki lengi í starfi sem þjálfari liðsins.

,,Hann þekkti mig ekki neitt og vissi ekki hvar ég spilaði á vellinum. Hann spurði mig aldrei út í neitt,“ sagði Lozano.

,,Þú upplifir tíma sem knattspyrnumaður þar sem þú hugsar með þér að hlutirnir séu að ganga upp en það gerðist aldrei.“

,,Þetta varð svo slæmt að ég grét fyrir framan konuna mína. Þú áttar þig á að þú sért töluvert betri en margir aðrir leikmenn þarna og veltir því fyrir þér af hverju þú fáir ekkert að spila.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði