Timo Werner, leikmaður RB Leipzig, er mögulega á leið aftur í ensku úrvalsdeildina í janúarglugganum.
Frá þessu greinir þýski miðillinn Bild en Werner spilaði um tíma með Chelsea þar sem hlutirnir gengu ekki upp.
Werner kom til Chelsea frá Leipzig og hélt svo aftur heim en fær afskaplega lítið að spila þessa dagana.
Werner hefur aðeins spilað 386 mínútur á þessu tímabili og er Leipzig opið fyrir því að hleypa leikmanninum til West Ham.
West Ham ku hafa mikinn áhuga á að semja við Werner sem skoraði 16 mörk í 40 leikjum á síðustu leiktíð.