Fataval framherjans Erling Haaland hefur oft komist í slúðurblöðin á Englandi en Norðmaðurinn er ekki með smekk sem hentar öllum.
Haaland birti mynd í gær af nýjum skóm en hann setti myndina á Instagram og hefur hún vakið töluverða athygli.
Skórnir eru frá Nike en eru ansi umdeildir en Haaland talar um svokallaða ‘vetrarskó’ enda er ansi kalt í Manchester þessa stundina.
Margir hafa þó gagnrýnt þessi kaup Haaland og segja að skórnir ættu í besta falli að vera sjáanlegir innandyra.
Mynd af þeim má sjá hér.