Manchester United goðsögnin Roy Keane sagði frá því á dögunum að hann hafi áður verið stuðningsmaður Tottenham.
Keane var í hlaðvarpsþætti með Arsenal goðsögninni Ian Wright og gerði á tímapunkti í þættinum góðlátlegt grín að Skyttunum.
„Sem Manchester United stuðningsmaður ættir þú ekki að grínast neitt með fótbolta eins og er,“ sagði Wright þá.
Þá kom Keane með áhugavert svar.
„Ég held með Tottenham. Ég spilaði með Manchester United en Tottenham er mitt lið,“ sagði hann.
Keane hefur áður sagt frá því opinberlega að hann hafi í æsku stutt Tottenham og bæri alltaf tilfinningar til félagsins.“