fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Víðir ræðir bókina vinsælu – „Hefur vaxið með fótboltanum smám saman“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 24. desember 2023 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víðir Sigurðsson, blaðamaðurinn þaulreyndi á Morgunblaðinu, er að gefa út bókina Íslensk knattspyrna, eins og í lok hvers árs. Hann ræddi hana á dögunum í Íþróttavikunni hér á 433.is.

Bókin er að koma út í 43. skiptið og nýtur alltaf mikilla vinsælda. Víðir hefur skrifað allar bækurnar nema þá fyrstu.

„Fyrir okkur sem fylgjumst með fótboltanum er hann alltaf jafn skemmtilegur. Ég hef náttúrulega fylgst með þessu alla tíð, skrifað þessar bækur á hverju ári og það myndi maður ekki gera nema maður hefði blússandi áhuga,“ sagði Víðir.

Víðir er allt árið að undirbúa bókina.

„Ég er í raun byrjaður á næstu bók því það voru spilaðir einhverjir 8-10 leikir í lok nóvember og byrjun desember, eftir að þessi bók fór í prentun. Þetta hefur eiginlega aldrei verið eins mikið.“

En hefur bókin tekið miklum breytingum í gegnum tíðina?

„Hún hefur aðallega stækkað smám saman. Fyrstu bækurnar voru bara 60-80 síður en síðustu tvö ár hefur hún verið 288 síður. Það er bara spurning hvenær hún siglir í 300 með þessu áframhaldi. Mótin eru alltaf að stækka. Bestu deildir karla og kvenna hafa orðið stærri síðustu tvö árin. Breiðablik þurfti auðvitað extra stækkun, spiluðu 16 Evrópuleiki og 14 þeirra eru hérna. Bókin hefur vaxið með fótboltanum smám saman,“ sagði Víðir.

Ítarlega er rætt við hann í spilaranum.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Besta deildin: KR tapaði gegn KA

Besta deildin: KR tapaði gegn KA
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea

Yngsti aðalliðsleikmaður í sögu Bretlands samdi við Chelsea
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld

Ísland í nýjum og glæsilegum varabúningi í kvöld
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“

Þorsteinn útskýrir ákvörðunina – „Burt með ykkur“
Hide picture