fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Sorgarsaga fyrrum stjörnu: Missti fótinn í hræðilegu slysi og er staurblankur – ,,Þeir rændu mig“

433
Laugardaginn 23. desember 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru einhverjir knattspyrnuaðdáendur sem kannast við nafnið Dario Silva en hann er fyrrum landsliðsmaður Úrúgvæ.

Silva er 46 ára gamall í dag en hann lagði skóna á hilluna árið 2006 eftir dvöl hjá Portsmouth.

Hann er þó þekktastur fyrir tíma sinn hjá Malaga á Spáni þar sem hann skoraði 36 deildarmörk í 100 leikjum frá 1999 til 2003.

Silva lék einnig með liðum eins og Sevilla og Cagliari og á þá að baki 49 landsleiki fyrir Úrúgvæ.

Silva neyddist til að leggja skóna á hilluna árið 2006 en hann missti þá fót í hræðilegu bílslysi.

Hann opnaði sig í viðtali á dögunum en Silva starfar í dag sem þjónn á veitingastað. Hann hefur tapað öllu því sem hann þénaði á ferlinum.

,,Mínir peningar úr fótboltanum? Þeir sem sáu um mín mál rændu mig,“ sagði Silva í sjónvarpsþættinum Jugones.

,,Þeir sáu um mín laun og gerðu það sem þeir vildu.“

Silva lék á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2002 en hann kennir umboðsmanni sínum algjörlega um það sem fór úrskeiðis.

Hann starfar sem þjónn á pítsastað í Malaga þar sem hann gerði garðinn frægan sem knattspyrnumaður.

Silva var staurblankur áður en hann fékk líflínu á veitingastaðnum og hefur starfað þar undanfarin ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“

Stjórnarmaður KSÍ kemur Þorsteini og framkomu hans til varnar – „Það er ekkert pláss fyrir viðkvæmt fólk í blaðamennsku“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heinze aðstoðar Arteta

Heinze aðstoðar Arteta
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til

Hafa fengið 80 milljónir á mótinu hingað til
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur

Allir reknir aðeins þremur dögum eftir að hafa fengið starfið aftur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu

Jóhann Ingi fær verðugt verkefni Í Evrópu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara

Í sögulegu samhengi standast orð Þorsteins ekki skoðun – Leikmenn hafa í gegnum tíðina látið reka þjálfara
433Sport
Í gær

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“

Bað Þorstein um útskýringar á reiðikasti sínu – „Af hverju finnst þér það heimska?“
433Sport
Í gær

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Í gær

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt

United að fá óvæntan milljarð inn í bókhaldið sitt