Chelsea er að skoða það að kaupa enn einn rándýra leikmanninn en að þessu sinni er verið að ræða um Ousmane Diomande.
Diomande er miðvörður og spilar með Sporting í Portúgal en hann er verðmetinn á 80 milljónir evra.
Chelsea hefur eytt gríðarlegri upphæð í nýja leikmenn undanfarið ár og virðist ekki ætla að stoppa á nýju ári.
Diomande er 20 ára gamall og þykir mikið efni en samkvæmt samningi hans er hann fáanlegur fyrir 80 milljónir evra.
Chelsea er nú þegar með Trevoh Chalobah, Benoit Badiashile, Axel Disasi, Wesley Fofana, Levi Colwill og Thiago Silva í sínum röðum sem geta allir spilað í miðverði.